Sjálfseignarstofnunin Arctic Observatory byggir nú Norðurljósarannsóknarhús að Kárhóli í Reykjadal, Þingeyjarsveit. Húsið verður um 760 m² að stærð, staðsett skammt norðan og ofan við bæjarhúsin á Kárhóli í samræmi við staðfest deiliskipulag. Byggingin er 3 hæðir, byggð úr steinsteypu og stáli.
Verktakafyrirtækið SS Byggir vinnur að uppsteypu á húsinu og eru framkvæmdir í fullum gangi. Stefnt er því að rannsóknarstarfsemi hefjist í húsinu haustið 2016.
Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri í síma 464 0415 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Myndir frá framkvæmdum og byggingu eru í myndasafni