Framkvæmdir að Kárhóli

Sjálfseignarstofnunin Arctic Observatory byggir nú Norðurljósarannsóknarstöð samkvæmt samningi við Kínversku Pólarrannsóknarstofnunina – PRIC sem undirritaður var 5. Október 2013. Stöðin er staðsett að Kárhóli í Reykjadal, Þingeyjarsveit, um 65 km austan við Akureyri.

Húsið er um 760 m2 að stærð, staðsett skammt norðan og ofan við bæjarhúsin á Kárhóli í samræmi við staðfest deiliskipulag.

Byggingin er 3 hæðir, byggð úr steinsteypu og stáli. Á fyrstu hæð er aðstaða fyrir Gestastofu þar sem m.a. verður sýning fyrir almenning um Norðurljósin og tengda vísindalega þætti.

Bygginga stöðvarinnar hófst formlega með skóflustungu þann 2. júní 2014. Þann 10. október 2016 var síðan lagður hornsteinn að byggingunni. Fyrstu Norðurljósamyndavélarnar voru settar upp á 3 hæð hússins í október 2017 og þar með hófst rannsóknarstarfsemi í stöðvarhúsinu.

Formleg opnun Rannsóknarstöðvarinnar og Gestastofunnar er ráðgerð eigi síðar en í október 2018.

Myndirnar að ofan sýna útlit og innra fyrirkomulag byggingarinnar sem nú er í smíðum. Frekari upplýsingar um bygginguna eru aðgengilegar undir tenglinum Framkvæmdir.

Frekari upplýsingar um samstarfið og rannsóknirnar eru aðgengilegar undir tenglinum Kynning

Hægt er að fylgjast með Norðurljósamælingum í rauntíma með því að smella HÉR

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri í síma 464 0415 eða reinhard@atthing.is

China-Iceland Joint Arctic Observatory

China-Iceland Joint Arctic Observatory (CIAO) er rannsóknamiðstöð fyrir alþjóðlega vísindamenn. Vísindalegt markmið þessa samstarfs er að efla skilning á samspili sólar og jarðar annars vegar og geimveðri hins vegar með því að framkvæma athuganir í háloftum á heimskautasvæðum, t.d. á norðurljósum, breytileika í segulsviði og öðrum tengdum fyrirbærum.

Rannsóknamiðstöðin er byggð á samstarfsverkefni íslenskra og kínverskra vísindastofnana og verður hún staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar verður miðstöð fyrir vísindamenn ásamt gestastofu.

Rannsóknastarfsemi hófst haustið 2013.

Vísindastarfið

Þær íslensku stofnanir sem koma að vísindastarfinu eru Rannís, Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Arctic Portal.

Vísindaráð verður starfrækt sem mun halda utan um vísindastarfið.

Ísland er einn besti staðurinn á Norðurhveli jarðar til að rannsaka norðurljós en Frakkar, Bretar og Japanir eru meðal þjóða sem stundað hafa rannsóknir hér á landi áratugum saman.

Starfsemi rannsóknamiðstöðvar á Kárhóli mun styrkja þær norðurslóðarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bæta við þær á sumum sviðum.

China-Iceland Joint Arctic Observatory | Kárhóll | 4640415 | info@karholl.is

Designed & hosted by Arctic Portal

  • Rannís
  • PRIC
  • Arctic Portal